Opið hús: 14. febrúar 2025 kl. 12:00 til 13:00.OPIÐ HÚS KL. 12.00 - 13.00 FÖSTUDAGINN 14. FEBRÚAR N.K. - 3.herbergja efri hæð í húsinu nr. 67 við Laugarnesveg
Rúmgóð og vel staðsett 99,4 fm efri hæð. Íbúðin sem er þriggja herbergja skiptist í forstofu, stofu, gang, tvö herbergi, baðherbergi og eldhús. Tvær geymslur fylgja íbúðinni þ.e. á hæðinni og í kjallara, auk þess er sameiginlegt þvottaherbergi er í kjallara. Samkvæmt HMS er birt stærð íbúðarinnar 99,4 fm þ.a. er geymsla á hæðinni (0203), 4,4 fm og geymsla í kjallara (0005), 12,8 fm.
Nánari lýsing: Komið er inn í sameiginlegan stigagang. Lítil parketlögð forstofa. Parketlögð stofa. Parketlagður gangur með fatahengi. Parketlagt herbergi með svaladyrum út á góðar suð-vestur svalir. Dúklagt herbergi með fataskáp, Baðherbergi með gólfdúk, þiljum með flísamunstri, baðkari, skáp og glugga. Eldhús með parketi, góðri eldhúsinnréttingu með eldavél og fylgir einnig ísskápur. Á hæðinni er lítil geymsla (4,4 fm) sem tilheyrir íbúðinni og í kjallara er stór geymsla sem tilheyri íbúðinni (12,8 fm). Einnig er í kjallara sameiginlegt þvottaherbergi og sameiginleg hitakomba, hiti fyrir íbúðina er á sér mæli)
Vel staðsett eign miðsvæðis. Nánari upplýsingar veitir: Geir Sigurðsson, lögg.fasteignasali, sími 655-9000,
netfang [email protected];