**** Íbúðin er seld ****
Falleg þriggja herbergja íbúð á 2.hæð með sérinngangi af svölum. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu með opnu eldhúsi, barnaherbergi, hjónaherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Á 1.hæð er geymsla íbúðarinnar, sameiginleg hjólageymsla, lagnarými með skolvask og sameiginleg geymsla. Sérmerkt bílastæði er á lóð framan við húsið. Samkvæmt HMS er birt stærð íbúðarinnar 82,2 fm en þ.a. er geymsla íbúðarinnar 5,6 fm.
Nánari lýsing: Komið er inn í forstofu um sérinngang af svölum. Forstofan er með gólfflísum og fatahengi. Parketlögð stofa með opnu eldhúsi og svaladyrum út á vestursvalir. Eldhúsið er parketlagt og með hvítri innréttingu með ofn og keramik helluborði, einnig er gert ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu. Parketlagt herbergi. Parketlagt hjónaherbergi með stórum hvítum fataskáp. Baðherbergið er með gólfflísum, glugga, tengingum fyrir þvottavél og þurrkara, baðinnréttingu og baðkari með veggflísum við baðkar.
Snyrtileg og björt íbúð í kyrrlátu hverfi. Upplýsingar veitir: Geir Sigurðsson, lögg.fasteignasali, s: 655-9000, netfang
[email protected]