Mjög gott húsnæði á efri hæð merkt ehl. 02-02 sem skiptist í forstofu, alrými, tvö herbergi, stórt eldhús og baðherbergi.Samkvæmt HMS er birt stærð eignarinnar 89,0 fm.
Nánari lýsing: Komið er inn í forstofu með skáp (án hurða). Stórt alrými með litilli geymslu á millilofti. Tvö góð herbergi og er gengið út a vestursvalir úr öðru herberginu. Stórt eldhús með ofn, helluborði og viftu, einnig fylgir þvottavél, uppþvottavél og ísskápur. Veggflísar eru milli skápa í eldhúsinnréttingu. Innaf eldhúsi er baðherbergi með glugga, sturtu, vegghengdu salerni og skáp við vask.
Bjart og rúmgott húsnæði með góðri lofthæð. Gólfefni er spónarparket, plastparket á eldhúsi og vinilflísar á baðherbergi.
Húsið var málað 2018 og voru gluggar yfirfarnir fyrir 2 árum. Úveggur var þéttur við norðaustur horn hússins.
Útsýni og góð staðsetning við Íþróttarsvæði FH. Stór matvöruverslun er skammt frá.
Eignin er til afhendingar við kaupsamning.
Nánari upplýsingar veitir: Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali, s: 655-9000, netfang:
[email protected];