Geir er viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali. Hann hefur lokið prófi til löggildingar í verðbréfamiðlun, prófi í gerð eignaskiptasamninga, er stúdent frá FB og viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.
Geir hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 1986. Áður starfaði hann sem löggiltur fasteignasali á Eignamiðlun 2005 – 2016, sölustjóri og löggiltur fasteignasali hjá Íslenskum aðalverktökum 2000 – 2005, löggiltur fasteignasali og annar af tveimur eigendum Lyngvíkur fasteignasölu 1990 – 2000 og sölumaður á Hátúni fasteignasölu 1986 – 1990.