Hrafnhildur er stjórnmálafræðingur og löggiltur fasteignasali. Hún hefur lokið prófi til löggildingar fasteigna- og skipasölu, er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og er stúdent frá MR.
Hrafnhildur hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2011. Áður hefur hún starfað hjá REMAX Senter, Eignamiðlun og Valhöll.